Forritari

Flyware á Íslandi ehf. leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum forritara til að taka þátt í þróun og viðhaldi á hugbúnaði fyrirtækisins. Flyware á Íslandi ehf. er hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað árið 2001 og framleiðir hugbúnað sem er notaður af flugfélögum til að hlaða flugvélar. Hugbúnaðurinn er seldur um allan heim bæði beint til fyrirtækja og í gegnum erlenda dreifingaraðila.
Helstu verkefni:
Þátttaka í UT verkefnum fyrirtækisins.
Þróun og viðhald á SaaS- og vefþjónustum.
Hagræðing á lausnahönnun og SaaS innviðum.
Tæknilegur tengiliður við viðskiptavini.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði.
Þekking og reynsla í forritun og hugbúnaðarþróun.
Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
Reynsla góður skilningur á .NET (C#, ASP.NET), SQL server, Xamarin og Git.
Þekking og reynsla af vinnu með skýjalausnir æskileg, þekking á Azure kostur.
Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
Sækja um starf
Frekari upplýsingar veitir Jón Þór Ragnars framkvæmdastjóri jon@flyware.net
Umsókn sendist á job@flyware.net ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025