Forritari
Árvakur, sem rekur meðal annars Morgunblaðið, mbl.is og K100, leitar að metnaðarfullum vefforritara hjá mbl.is, mest sótta vef landsins.
Meðal helstu verkefna eru forritun, nýsmíði og viðhald á vefjum mbl.is.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða reynsla sem nýtist í starfi
· Þekking á Python og reynsla af einhverju MVC-miðuðu vefkerfi, t.d. Django
· Reynsla af framendaforritun (HTML, CSS og Javascript)
· Framsækni, að tileinka sér bestu mögulegu tækni hverju sinni og finna nýjar og betri leiðir til að leysa verkefnin
· Gagnrýnið hugarfar, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
· Metnaður fyrir smáatriðum í viðmóti, virkni og hönnun vefja
· Góð mannleg samskipti og hæfni til að vinna í hópum
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Úlfar Ragnarsson, forstöðumaður Upplýsingatækni, í síma 569 1178 eða á ulfar@mbl.is.