Forritari

Árvakur 29. Jan 2025 Fullt starf

Árvakur, sem rekur meðal annars Morgunblaðið, mbl.is og K100, leitar að metnaðarfullum vefforritara hjá mbl.is, mest sótta vef landsins.

Meðal helstu verkefna eru forritun, nýsmíði og viðhald á vefjum mbl.is.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða reynsla sem nýtist í starfi
· Þekking á Python og reynsla af einhverju MVC-miðuðu vefkerfi, t.d. Django
· Reynsla af framendaforritun (HTML, CSS og Javascript)
· Framsækni, að tileinka sér bestu mögulegu tækni hverju sinni og finna nýjar og betri leiðir til að leysa verkefnin
· Gagnrýnið hugarfar, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
· Metnaður fyrir smáatriðum í viðmóti, virkni og hönnun vefja
· Góð mannleg samskipti og hæfni til að vinna í hópum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Úlfar Ragnarsson, forstöðumaður Upplýsingatækni, í síma 569 1178 eða á ulfar@mbl.is.