Forritari
Kynnisferðir, sem starfar undir heitinu ICELANDIA, er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Við sinnum ferðamönnum með fjölbreyttri þjónustu sem spannar allt frá dagsferðum til sérsniðinna ævintýraferða og upplifana.
Við leitum að öflugum liðsfélögum í hugbúnaðarteymið okkar. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu hugbúnaðareininga sem nýta nýja tæknilega innviði þá áttu samleið með okkur.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að hönnun og innleiðingu á skýjalausnum með sjálfvirkni og gegnsæi að leiðarljósi.
Helstu verkefni:
Samþætting, API og Azure Service Bus
Lausnir byggðar á Power Apps
Innleiðing nýrra lausna
Almenn hugbúnaðarþróun
Hæfniskröfur:
Tölvunarfræði eða sambærileg menntun
Þekking á Azure skýjalausnum
Þekking á Microsoft PowerApps
Þekking á C#, jQuery/Javascript
Þekking á samþættingu kerfa er kostur
Góð íslensku og ensku kunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.
Umsóknarfrestur er til og með 8. september nk.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Axel V. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, netfang: axelg@icelandi.is