Forritari

VÍS 13. Mar 2023 Fullt starf

Viltu taka þátt í að búa til stafrænar lausnir sem vinna til verðlauna? Við erum sífellt að þróa og hanna lausnir og vantar metnaðarfullan forritara í teymið. Við viljum fá til liðs við okkur starfsfólk sem er hugrakkt, gerir mistök en lærir af þeim, er tilbúið að demba sér í ólík verkefni, sem liggur ekki á skoðunum sínum – en vinnur frábærlega vel í teymi. VÍS hefur meðal annars unnið Íslensku vefverðlaunin fyrir app ársins og tæknilausn ársins.

Meðal þess sem við bjóðum upp á er frábært mötuneyti og alvöru barista kaffivél. Við niðurgreiðum líkamsrækt, styrkjum vistvænan ferðamáta, erum með aðstöðu fyrir hjól og rafskutlur og sturtu- og búningsaðstöðu. Við bjóðum uppá sveigjanlegan vinnutíma og möguleika á fjarvinnu. Svo kunnum við að fagna litlum sem stórum sigrum og hjá okkur ríkir frábær vinnustaðamenning þar sem starfsfólk fær tækifæri til að vaxa og dafna, í lífi og starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur
– Háskólamenntun í tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
– Reynsla af forritun
– Reynsla í OutSystems forritun er kostur en ekki skilyrði
– Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur
– Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og skipulagshæfni
– Hefur gaman að læra nýja hluti og takast á við áskoranir


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna, netfang ingolfur@vis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023. Við hvetjum öll sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um, óháð kyni. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á www.vis.is.