Forritari
Reon er hugbúnaðarhús sem tekur að sér metnaðarfull stafræn verkefni sem krefjast reynslu og sérþekkingar á breiðu sviði.
Vegna aukinnar eftirspurnar leitumst við eftir að bæta við forriturum í hópinn okkar; framenda, bakenda og allt þess á milli. Viðkomandi mun koma til með að vinna náið með forriturum, hönnuðum, prófurum, verkefnastjórum, vörustjórum og öðrum sérfræðingum í fjölbreyttum verkefnum.
Hjá Reon starfa 25 sérfræðingar á mismunandi sviðum. Við leggjum mikla áherslu á jákvætt vinnuumhverfi og erum stolt af því að hafa hlotið verðlaunin Fyrirtæki Ársins frá VR þrjú ár í röð. Reon samanstendur af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi einstaklinga sem styðja þétt við bakið á hvort öðru. Við erum einnig mjög stolt af því að hjá okkur ríkir jafnt kynjahlutfall.
Hjá Reon munt þú:
– Taka virkan þátt í hugmyndavinnu, vöruþróun, greiningu verkefna og skipulagi spretta
– Vinna í metnaðarfullu teymi með það markmið að skila af sér bestu mögulegu vörunni
– Taka þátt í að finna nýjar og spennandi lausnir sem hægt er að nota verkefnin okkar
– Vera partur af hóp með frábært félagslíf og topp vinnustaðamóral
Ef þú:
– Hefur menntun eða reynslu sem nýtist í starfi
– hefur metnað fyrir hugbúnaðarþróun
– Hefur áhuga á að vera best in the biz
– Ert með öguð vinnubrögð
– Býrð yfir góðri samskiptahæfni
– Vilt vinna á stað með öflugu félagslífi og frábæru fólki
– Hefur áhuga á nýsköpun og framþróun
– Vilt vinna á gæludýravænum vinnustað
Þá gætum við verið að leita að þér!
Helsta tæknin:
– Python
– Django
– React
– NextJS
– Flutter
Svo reynsla í einhverju af þessum hlutum kemur að góðum notum.
Fyrir frekari upplýsingar um Reon og þau verkefni sem við höfum komið að viljum við benda á heimasíðu okkar www.reon.is.
Sækja um starf