Forritari

365 Miðlar ehf 4. Jan 2011 Fullt starf

Vefdeild 365 miðlar leitar að fleiri liðsmönnum.

Vefdeild 365 ber ábyrgð á þróun og rekstri nokkurra af vinsælustu vefsvæðum landsins. Við erum lítill en þéttur hópur þar sem samanstendur af nokkrum ólíkum einstaklingum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á vefmálum og lausnum þeim tengdum.

Meðal verkefna eru þróun Vísi og Stöð2.is, auk annarra vefja sem tengjast fyrirtækinu á einn eða annan máta. Þar fyrir utan vinnum við mikið með innri kerfi fyrirtækisins, en það eru t.d. áskriftar- og upplýsingakerfi, upptökukerfi, streaming kerfi til beinna útsendinga á netinu o.fl.

Við erum að leita að snillingi með a.m.k. þriggja ára reynslu af forritun og hugbúnaðargerð þar sem áhersla hefur verið lögð á frumkvæði og vönduð vinnubrögð.

Reynsla af HTML, XML, XSLT, CSS og Javascript til að búa til framúrskarandi notandaviðmót í veflægu umhverfi er nauðsynleg.

Reynsla af .Net og C#, Java, Python og Django, Ruby on Rails eða öðrum forritunarumhverfum til að vinna dýnamískar veflausnir, auk þekkingar og reynslu á notkun SQL gagnagrunna er gríðarlegur kostur.

Fyrir réttan aðila bjóðum við samkeppnishæf laun, spennandi starfsumhverfi og mikla möguleika á að vaxa og þróast í starfi.

Ef þú hefur sama brennandi áhuga á vefmálum og við, þá gætir þú verið sá/sú sem við erum að leita að.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veitir Kjartan Sverrisson, Deildarstjóri Vefdeildar á netfanginu kjartans@365.is, á Twitter @kjartans eða með gamaldags símtali í síma 897 2099.