Forritarar á upplýsingatæknisvið

Arion banki 15. Sep 2022 Fullt starf

Við leitum að forriturum í Data teymi, til að þróa með okkur nýjar lausnir í spennandi og fjölbreyttu tækniumhverfi. Við leitum að starfsfólki með brennandi áhuga á að skapa framúrskarandi lausnir og þörf fyrir að læra sífellt nýja hluti. Jafnframt að búa yfir sterkri tæknilegri þekkingu og hafa mikið frumkvæði.

Viðkomandi munu tilheyra Data teymi á upplýsingatæknisviði en teymið hefur það hlutverk að viðhalda gagnalagi bankans (Data Platform), útbúa lausnir fyrir lögbundin skil til eftirlitsaðila og samþættingar á milli kerfa.

Helstu verkefni
– Þróun á hugbúnaði í samræmi við greiningu og hönnun
– Samþætting lausna og uppbygging á gagnalagi bankans
– Smíði og framkvæmd einingaprófana sem og sjálfvirkra þýðinga
– Kóðarýni hjá öðrum forriturum
– Gerð tæknilýsinga

Hæfniskröfur
– Háskólamenntun á sviði tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
– Reynsla af þróun og prófun hugbúnaðar
– Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur
– Þekking á MS SQL, SSIS og Git æskileg
– Þekking á BIML og .NET er kostur
– Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
– Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu

Í Arion banka starfar lausnamiðað og árangursdrifið starfsfólk í skapandi, krefjandi og skemmtilegu umhverfi. Stefna okkar er að standa öðrum framar með snjöllum og traustum fjármálalausnum sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Marsibil Ingibjörg Hjaltalín, forstöðumaður Data, netfang marsibil.hjaltalin@arionbanki.is og Birna Dís Birgisdóttir, mannauðsráðgjafi, netfang birna.birgisdottir@arionbanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 25.september 2022.

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á https://www.arionbanki.is/bankinn/vinnustadurinn/saekja-um-starf/