Forritarar
Valitor leitar að forriturum til að ganga til liðs við þróunarteymi Útgáfulausna.
Þróunarteymi Útgáfulausna sér um hugbúnaðarþróun fyrir kortaútgáfu og tengdar greiðslulausnir sem Valitor býður upp á. Teymið þróar og heldur utan um m.a. kerfi á bak við kortanotkun, farsímagreiðslur, vefþjónustur og uppgjör gagnvart bönkum og korthöfum.
Við leitum að fólki með:
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt
- Þekkingu á .NET/C# og SQL
- Áhuga á sjálfvirknivæðingu og netöryggi
- Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu
- Góða íslensku- og enskukunnáttu
Við bjóðum upp á:
- Skemmtileg verkefni sem tengjast grunninnviðum okkar daglega lífs
- Stuðning frá samheldnu og reynslumiklu teymi
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Frábært mötuneyti
- Árlegan heilsustyrk og sturtuaðstöðu
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hrafn Pétursson, Development Manager, Issuing Processing, sigurdur.hrafn.petursson@valitor.com
Valitor er með Jafnlaunavottun og hefur hlotið viðurkenningu Jafnlaunavogar FKA.
Sækja um starf
Valitor hf.