Forritarar

Reykjavik Excursions 1. Mar 2019 Fullt starf

Við leitum að öflugum bakenda- og viðmótsforritunum í skemmtileg og krefjandi verkefni við þróun stafrænna lausna.

Starfssvið

• Hugbúnaðarþróun og rekstur á innri og ytri kerfum (bakrendaforritari).

• Hönnun viðmóts og framsetning gagna á vef með áherslu á notendaupplifun (viðmótsforritari).

• Teymisvinna og samskipti við samstarfsaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegt.

• Reynsla af hugbúnaðargerð.

• Þekking og reynsla á .Net, C#, Web API og MVC, Javascript (React og Redux) og MS SQL.

• Þekking og reynsla á útgáfustýringu t.d. með Git.

• Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að þróa framúrskarandi lausnir.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Eingöngu er tekið á móti umsóknum rafrænt á jobs.re.is

Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og umsóknargögn er að finna á umsóknarsíðu.

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2019.

Nánari upplýsingar veitir Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs á netfanginu engilberth@re.is