Forritara vantar í öflugt teymi
Hæ öll,
Við leitum að hæfum forriturum til að vinna að spennandi og metnaðarfullum verkefnum hjá kröftugu sprotafyrirtæki.
Um er að ræða tvær stöður í þróunarteyminu okkar:
Viðmótsforritari
Við leitum að viðmótsforritara með gott auga fyrir UX.
Góð almenn þekking á Javascript, HTML og CSS er nauðsynleg en þekking á
snjöllum veflausnum, sem njóta sín jafnt á stórum og smáum skjá, er kostur.
Tækni sem við notum við gerð viðmótanna okkar er margvísleg en hægt að
nefna:
- ECMAScript 6
- MithrilJS
- D3
Kerfisforritari
Góð almenn þekking á Java (8) er nauðsynleg en þekking á vinnslu með strauma, biðraðir og dreifða vinnslu er kostur.
Activity Stream
Activity Stream þróar og selur rekstrargreindarhugbúnað (Operational Intelligence) sem gerir meðalstórum og stórum fyrirtækjum mögulegt að nýta gervigreind til að bæta daglegan rekstur og þjónustu.
- Activity Stream er staðsett á besta stað í miðbæ Reykjavíkur
- Við bjóðum samkeppnishæf laun, góða vinnuaðstöðu, hvetjandi starfsumhverfi og góðan starfsanda
- Við vinnum á eðlilegum vinnutíma og leggjum áherslu á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs
Metnaðarfullir og áhugasamir forritara sem vilja starfa með einvala hópi sérfræðinga við það að móta framtíðina eru hvattir til að sækja um.
Sækja um starf
Umsóknir með starfsferilskrá skulu berast á jobs@activitystream.com. Nánari upplýsingar veitir Stefán Baxter í síma 896-4896. Fullum trúnaði er heitið.