Fljúgðu með

WOW air 30. Apr 2018 Fullt starf

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM LIÐSAUKA TIL AÐ SINNA SPENNANDI VERKEFNUM

Hjá WOW air starfar öflugt teymi fólks með það að leiðarljósi að taka það besta sem tæknin hefur upp á að bjóða og gera eitthvað einstakt. Nú stefnum við enn hærra og viljum bæta við okkur öflugu fólki.

Vefurinn okkar er stærsta verslun á Íslandi. Við uppfærum vefinn oft á dag og stöndum fyrir prófunum í nokkrum mismunandi útgáfum til að læra hratt og vel hvað virkar best fyrir okkar viðskiptavini. Með WOW-appinu viljum við svo halda viðskipavinum okkar vel upplýstum á ferðalaginu, en markmiðið er að appið verði ferðafélagi sem enginn vill vera án.

Til að tryggja hagkvæman flugrekstur þurfum við réttu tækin og tólin – og rétta fólkið. Með flota af glænýjum flugvélum og framúrskarandi veflausnum og tækni höfum við bætt samskiptaflæðið til muna og tryggt starfsfólki okkar góða yfirsýn til að vinna hratt og vel. Allt þetta miðar að sama markmiði: að bæta ferðalagið. Viltu vera með?

Við erum með laus störf verkefnastjóra, forritara, vörustjóra, QA sérfræðinga og gagnagreinenda.

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast fylltu út umsóknarform á eftirfarandi vefsíðu:

https://wowair.is/um-okkur/viltu-vera-memm/