Fjárhagsráðgjafi

Advania 16. Aug 2012 Fullt starf

Fjárhagsráðgjafi
Vegna aukinna verkefna hér á landi, sem og erlendis, óskar Advania eftir að ráða fjárhagsráðgjafa til starfa. Ef þú hefur áhuga á að starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá erum við að leita að þér.

Starfið felst í ráðgjöf og tæknilegri aðstoð við viðskiptavini. Jafnframt koma fjárhagsráðgjafar að innleiðingu og uppsetningu á fjárhagskerfum.

Hæfniskröfur:
Reynsla og góð þekking á fjárhagskerfum og fjárhagsupplýsingum
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Um Advania
Advania er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með starfsemi á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Advania er skemmtilegasta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni, en þar starfa 1.100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Viðskiptavinir skipta tugþúsundum. Fyrirtækið býður atvinnulífinu og einstaklingum heildarlausnir á sviði hugbúnaðar, vélbúnaðar og rekstrarþjónustu.

Advania er jafnréttissinnað, fjölskylduvænt og hlúir vel að starfsfólki. Kúltúrinn er frjálslegur og óþvingaður, vinnutíminn sveigjanlegur og vinnuaðstaðan frábær. Kaffið er magnað og maturinn fyrsta flokks. Félagslífið er kraftmikið og uppákomur tíðar. Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um störfin á www.advania.is/atvinna. Umsóknarfrestur til og með 21. ágúst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jónína Guðmundsdóttir, jonina.gudmundsdottir@advania.is.