Færsla á efni á milli vefumsjónarkerfa

Flugfélag Íslands 21. Mar 2012 Freelance

Flugfélag Íslands leitar að einstaklingi sem myndi færa efni á nýjan innrivef fyrirtækisins.

Verkið felur í sér að taka efni af tvemur vefjum og færa það yfir í nýtt vefumsjónarkerfi, laga til HTML þar sem þarf og samræma.

Áætlaður fjöldi af síðum er um 400, búið er að stofna veftré í nýju kerfi svo eingöngu þarf að færa efnið á milli.

Mögulegt er að framkvæma þessa vinnu hvar sem er, og allur nauðsynlegur aðgangur, og þjálfum í nýju kerfi verður til staðar.

Óskað er eftir tilboðum í tímavinnu.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Stefán J. Arngrímsson veitir allar nánari upplýsingar, stefanja@flugfelag.is eða í síma 570-3215