Eru breytingar í kortunum ?
Loftmyndir er fyritæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og söfnun landfræðilegra upplýsinga. Fyrirtækið þjónustar í dag yfir 150 kortasjár í anda www.map.is fyrir sveitarfélög og stofnanir. Nú viljum við bæta í hópinn einstaklingi með áhuga á upplýsingatækni til að sjá um viðhald landfræðilegra gagna.
Hjá okkur starfar samhentur hópur sérfræðinga í spennandi verkefnum. Við bjóðum upp á gott fjölskylduvænt starfsumhverfi og erum ma. byrjuð að færa okkur yfir í fjögurra daga vinnuviku.
Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í hóp og hefur áhuga á að setja sig inn í landfræðilegar lausnir.
Helstu verkefni:
Viðhald/rekstur PostgreSQL gagnagrunna.
Innlestur landfræðilegra upplýsinga frá viðskiptavinum.
Uppsetning sjálfvirkra gagnaferla.
Samskipti og ráðgjöf við viðskiptavini.
Skipulag á útliti og virkni upplýsinga.
Hæfniskröfur:
Reynsla af gagnagrunnum og áhugi á upplýsingatækni.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Sjálfstæð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýjar lausnir.
Góð þjónustulund.
Sækja um starf
Hægt er að sækja um starfið með tölvupósti á netfangið karl@loftmyndir.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá.
Frekari upplýsingar veitir Karl Arnar Arnrson karl@loftmyndir.is.