Ertu góður Java forritari?

Vátryggingafélag Íslands 7. Feb 2012 Fullt starf

Við hjá VÍS leitum að öflugum Java forritara í krefjandi hugbúnaðarverkefni þar sem við beitum OS lausnum í krefjandi rekstrarumhverfi (Alfresco/Bonitasoft/Glassfish-ESB o.fl.).

Æskilegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu af Java forritun en þekking á BPMN2, BPEL, REST, Spring, WS* er öll af hinu góða.

Við notum Jira Studio til að halda utan um hugbúnaðarverkefni fyrir verkefna- og gæðastýringu. Við höfum sérstakt dálæti á þróunarhugbúnað frá Jetbrains (Intellij/Pycharm) þó að Eclipse sé einnig notað.

Þetta er gott starf í öflugum hópi sem tekst á við krefjandi og metnaðarfull verkefni án þess að það raski jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við beitum Agile verkefnastjórnun – án öfga – og leitum að fólki sem er lausnamiðað, vinnur vel í hóp en getur einnig unnið sjálfstætt í einstökum verkefnum.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirliggjandi verkefni eru fáanlegar fyrir áhugasama.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hafið samband við Stefán í síma 5605195/6605195 eða með tölvupósti á stefanb@vis.is