Ert þú skapandi tölvuséní?
Við leitum að skapandi og hugmyndaríkum forritara í öflugt teymi sérfræðinga upplýsingatæknideildar. Um er að ræða starf sem felur í sér þátttöku í fjölbreyttum verkefnum á sviði hugbúnaðarþróunar og reksturs upplýsingakerfa
Við leitum að einstaklingi með:
- háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
- tveggja ára reynslu af forritun
- reynslu í .Net eða .Net Core
- áhuga á sjálfvirkum prófunum og útgáfu, DevOps og skýjalausnum
- þekkingu og reynslu af Restful API hugbúnaðarþróun og samþættingu kerfa
- framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymum
Aðrir kostir:
- þekking á gagnagrunnum og SQL Server
- þekking og reynsla á hönnun notendavænna veflausna
- þekking og reynsla af agile aðferðafræði
Starfið felur meðal annars í sér:
- hönnun, þróun og viðhald á API og veflausnum
- samþættingu kerfa með hliðsjón af API
- þátttöku í þverfaglegri verkefnavinnu á sviði stafrænnar þróunar
Nánari upplýsingar veitir Erla Björk Gísladóttir mannauðssérfræðingur, erla.gisladottir@sjova.is. Sótt er um hér fyrir neðan.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2020.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Sótt er um starfið í gegnum vefslóðina hér fyrir ofan.