Ert þú ferlasérfræðingur?

Orkuveitan 27. Dec 2024 Fullt starf

Ertu ferla ninja? Langar þig að hámarka skilvirkni og hagræða með því að greina, bæta og sjálfvirknivæða viðskiptaferla? Svið stafrænnar og stefnumiðaðrar umbreytingar leitar að ferlasérfræðingi til þess að taka þátt vegferðinni að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga hjá Orkuveitunni. Þú munt nýta greiningar til að finna ferla þar sem aukin sjálfvirknivæðing skilar mestum ávinningi og leggur þannig þitt af mörkum til stöðugrar framþróunar Orkuveitunnar.

Helstu verkefni:

  • Greina núverandi ferla innan fyrirtækisins til að bera kennsl á lykiltækifæri til hagkvæmrar sjálfvirknivæðingar og bestunar
  • Kortleggja, mæla og meta núverandi ferla með það markmið að einfalda og bæta
  • Skilgreina og skjalfesta kröfur fyrir tæknilega útfærslu
  • Þróa lausnir til besta ferla sem ná hámarks árangri
  • Vinna náið með öðrum teymum til að tryggja örugga og markvissa innleiðingu
  • Þjálfa og leiðbeina starfsfólki um nýja ferla til að tryggja notkun og árangur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni og reynsla af greiningu viðskiptaferla og sjálfvirknivæðingu, þar með talið þekking á róbótaferlavæðingu (RPA) og low-code/ no-code umhverfum eins og Power Automate, UiPath, eða sambærilegum verkfærum
  • Færni í forritunarmálum og gagnavinnslu, í SQL, Python eða sambærilegum er kostur

Persónulegir eiginleikar

  • Frumkvæði og lausnarmiðuð hugsun með hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi
  • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni og útsjónarsemi

Við bjóðum þér:

  • Spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfi með öflugu teymi
  • Stuðning við þróun þekkingar og hæfni í samræmi við þarfir framtíðar
  • Fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi
  • Samkeppnishæf laun og fríðindi
  • Sveigjanlegan vinnutíma
  • Líkamsræktaraðstöðu
  • Framúrskarandi aðbúnað
  • Öruggan og inngildandi vinnustað
  • Fjölbreytt og öflugt félagslíf

Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)

Um okkur

Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.

Starf ferlasérfræðings fellur undir eininguna Stafræn og stefnumiðuð umbreyting sem er öflugur hópur einstaklinga sem hefur það markmið að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin leggur grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin er hluti af sviðinu Mannauður og tækni.

Orkuveitan er forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og því hvetjum við öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2025

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir, forstöðukona Stafrænnar og stefnumiðaðrar umbreytingar, kristrun.lilja.juliusdottir@orkuveitan.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur