Digital vörustjóri stafrænna lausna
Við leitum að öflugum sérfræðingi í hlutverk Digital vörustjóra stafrænna lausna. Starfið felur í sér þátttöku í þróun á stafrænum lausnum fyrir viðskiptavini VÍS. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin í náinni samvinnu við viðskiptavini, reynslumikla ráðgjafa og sérfræðinga úr öðrum einingum VÍS.
Viðkomandi mun tilheyra deildinni stafrænar lausnir en í deildinni starfar metnaðarfullt teymi og hlaut VÍS m.a. nýlega íslensku vefverðlaunin fyrir app ársins og tæknilausn ársins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í mótun stafrænna lausna
- Forgangsröðun verkefna í samstarfi við ábyrgðaraðila
- Heldur utan um og stýrir þróun á stafrænum lausnum
- Upplýsingagjöf til hagsmunaaðila og stjórnenda
- Yfirsýn yfir mælikvarða og notendaupplifun í stafrænum lausnum
- Tryggja gæði og öryggi lausna
- Tryggja framkvæmd prófana
- Heldur utan um útgáfur
Menntun og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði, verkefnastjórnun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist vel til úrlausnar ofangreindra verkefna
- Framúrskarandi skipulagshæfni og samskipti
- Hæfni til að hugsa í lausnum og umbótum
- Sýnir frumkvæði og er tæknisinnaður
- Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi
- Reynsla úr sambærilegu starfi er skilyrði
- Góð færni í ensku, bæði rituðu máli og töluðu
Það sem við höfum upp á að bjóða
- Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
- Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
- Nýsköpunarumhverfi því við elskum hugrekki
- Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni
- Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna, netfang ingolfur@vis.is. Umsóknarfrestur er til og með 4.desember 2022. Við hvetjum öll sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um, óháð kyni. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á www.vis.is.