Digital-hönnuður
Við þurfum samvinnulipran stórmeistara í Digital-hönnun með sérþekkingu á hönnun fyrir stafræna miðla í víðasta skilningi (UX-hönnun, gagnvirk hönnun, hreyfihönnun, forritun og vefsíðugerð).
Hvíta húsið er framsækin og rótgróin auglýsingastofa með langa sögu og áform um að eiga glæsta framtíð. Við erum Auglýsingastofa ársins, erum jafnlaunavottuð og svo erum við líka Fyrirtæki ársins hjá VR. Hjá okkur ríkir frábær starfsandi, metnaður og fagmennska.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Látið í ykkur heyra með því að senda okkur línu á starf@hvitahusid.is. Ferilskrá og portfolio mega gjarnan fylgja með.
Fullum trúnaði heitið. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.