DevOps sérfræðingur
Upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins leitar að sérfræðingi til að vinna að stöðugum umbótum í þróun og rekstri hugbúnaðarlausna.
Sviðið sér um þróun og innleiðingu eftirlitshugbúnaðar, móttöku og úrvinnslu gagna frá eftirlitsskyldum aðilum og þjónustu og rekstur tölvukerfa. Við leitum nú að sérfræðingi með reynslu af hugbúnaðarþróun og/eða kerfisrekstri til að vinna að umbótum þróunar- og rekstarumhverfis hugbúnaðarlausna okkar.
Í boði eru spennandi verkefni í lifandi umhverfi fyrir einstakling sem hefur metnað fyrir stöðugum umbótum í útgáfu og rekstri á gæða hugbúnaði.
Starfssvið:
• Móta skilvirka ferla í þróun og viðhaldi hugbúnaðar í samstarfi við hagsmunaaðila
• Efla útgáfustjórnun og auka sjálfvirkni í útgáfu hugbúnaðarlausna
• Efla sjálfvirkar prófanir á hugbúnaði og gögnum
• Styðja við umsýslu og útgáfustjórnun gagnagrunna
• Styðja við vöktun á afköstum, notkun og villum í kerfum Fjármálaeftirlitsins
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða kerfisreksturs
• Reynsla af hugbúnaðarþróun og/eða kerfisrekstri
• Reynsla af innleiðingu eða nýtingu DevOps aðferðafræði kostur
• Þekking á útgáfustjórnun og sjálfvirkum prófunum kostur
• Þekking á gagnagrunnum og Microsoft hugbúnaðarumhverfinu kostur
• Þekking á uppsetningu vöktunar á tölfræði um afköst, notkun og atvik kostur
• Góð samskiptahæfni og áhugi á að starfa með hagsmunaaðilum í Agile umhverfi
Sækja um starf
Umsjón með starfinu hefur Bjarni Þór Gíslason upplýsingatæknistjóri (bjarnithor@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 11. mars nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.