Deildarstjóri upplýsingatækni og miðlunar
Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman starfsmann til að stjórna upplýsingatækni- og miðlunardeild Hagstofu Íslands.
Hlutverk deildarinnar er að annast vefi, tölvukerfi og hugbúnað Hagstofunnar og sinnir rekstri og þróun á því sviði. Deildin sér einnig um miðlun og upplýsingagjöf.
Deildarstjórinn stýrir deildinni og skipuleggur verkefni hennar. Í því felst að verkstýra og veita forystu við rekstur á tölvukerfum, miðlun og útgáfum. Deildarstjóri hefur yfirumsjón með kerfisgerð og uppbyggingu, er í faglegu forsvari verkefna, sér um samskipti við aðrar einingar Hagstofunnar ásamt því að sinna alþjóðlegum samskiptum.
HÆFNISKRÖFUR
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Stjórnunarfærni
Marktæk starfsreynsla í upplýsingatækni, til dæmis í hugbúnaðagerð, vefforritun eða rekstri tölvukerfa
Reynsla af áætlanagerð
Reynsla af gæða- og öryggismálum er kostur
Framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni
Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi
Jákvæðni, þjónustulund og heiðarleiki
Sækja um starf
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2015 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir og Elsa Björk Knútsdóttir, sviðsstjóri Rekstrarsviðs í síma 5281000.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is