Deildarstjóri þjónustuvers
Við leitum að öflugum einstaklingi til að þróa og leiða nýtt þjónustuver sem við tókum í notkun í vor og hefur þegar fengið frábærar viðtökur. Vinnutími er frá kl 08:00 til 17:30. Um framtíðarstarf er að ræða.
Starfssvið
- Vera í forsvari og bera ábyrgð á þjónustuveri og rekstri þess.
-
Semja vinnureglur og ferla þjónustuvers.
-
Tryggja viðskiptavinum okkar bestu mögulega þjónustu.
-
Símsvörun og samskipti í gegnum tölvupóst.
-
Afgreiðsla fyrirspurna og almenn þjónusta við viðskiptavini.
-
Skráning og eftirfylgni pantana.
-
Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur
-
Góð almenn tölvukunnátta (word, excel, powerpoint).
-
Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Reynsla af afgreiðslu á varahlutum eða reynsla í bifvélavirkjun kostur.
-
Þekking og áhugi á bílum er kostur.
Sækja um starf
Vinsamlegast fyllið út umsóknina á slóðinni sem fylgir auglýsingunni.