Deildarstjóri hugbúnaðarstýringar
Krefjandi stjórnunarstarf sívaxandi deildar sem gegnir lykilhlutverki í góðum rekstri fyrirtækisins. Framundan eru spennandi verkefni þar sem leiða þarf sterkan hóp sérfræðinga, og nýta hæfileika hvers og eins til að ná markmiðum deildarinnar ásamt því að taka þátt í þverfaglegum verkefnum með öðrum stjórnendum og sérfræðingum fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:[list]
[] Amk 3ja ára reynsla af stjórnunarstarfi
[] Þekking og/eða reynsla af hugbúnaðarstörfum
[*] Ótvíræðir samskipta- og leiðtogahæfileikar
[/list]
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2011. Nánari upplýsingar veita Einar Þórarinsson forstöðumaður viðskiptakerfa, einarth@vodafone.is eða Sonja M. Scott, starfsmannastjóri sonjas@vodafone.is