C forritari fyrir ‘media devices’

Medizza 5. Jan 2011 Fullt starf

Erum að leita að öflugum C forritara sem hefur áhuga á þróun lausna fyrir margmiðlunargræjur eins og sjónvarpstæki, sjónvarpsflakkara, leikjavélar eða smart síma.

Við erum m.a. að notast við gStreamer og ýmsa innanhús tækni sem hefur verið í þróun hjá Medizza. Ofan á þessum software stack keyrum við HTML5 (SVG/CSS/Canvas) vefumherfi sem sér um sjálfa lausnina gagnvart endanotenda.

Komið endilega við í heimsókn hjá okkur í Medizza og skoðið það sem við erum að vinna í.

Medizza er að vinna með áhugaverðum erlendum samstarfsaðilum og hefur lausnin verið í beta keyrslu í yfir eitt ár.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hafið samband við Guðjón í síma 820.0000 eða með því að senda tölvupóst á gudjon@medizza.com ef þið hafið áhuga á þessu starfi.