Brunahönnuður

Mannvit 12. Oct 2022 Fullt starf

Mannvit óskar eftir að ráða brunahönnuð á svið mannvirkja og umhverfis. Starfið felur í sér ráðgjöf og hönnun brunavarna og öryggismála í mannvirkjum, meðal annars eldvarnarúttektir á mannvirkjum, skýrslugerð, hermun bruna og rýmingu húsa, samskipti við hönnuði, yfirvöld og fleira.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Menntun í verkfræði eða tæknifræði
  • Sérhæfing í brunahönnun eða brennandi áhugi á brunavörnum
  • Starfsreynsla í brunahönnun er kostur
  • Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi
  • Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð

Mannvit skoðar einnig umsóknir um hlutastarf fyrir nemendur sem eru nú þegar í námi eða hafa áhuga á framhaldsnámi í brunahönnun.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2022.

Nánari upplýsingar veitir Guðni Ingi Pálsson, gudni@mannvit.is, fagstjóri brunamála og öryggis.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is/starfsumsokn/ Nánari upplýsingar veitir Guðni Ingi Pálsson, gudni@mannvit.is, fagstjóri brunamála og öryggis.