Birtingastjóri

PIPARTBWA 24. Feb 2012 Fullt starf

PIPAR\TBWA auglýsir eftir birtingastjóra. Umsækjendur þurfa bæði að geta unnið sjálfstætt og tekið þátt í hópastarfi og krefjandi verkefnum í líflegu umhverfi. Starfið felst í að halda utan um birtingamál fyrir viðskiptavini, markaðsgreiningar, samskipti við miðla og aðra birtingaraðila.

Hæfniskröfur:
\ Háskólamenntun
\ Góð tölfræðiþekking
\ Góð þekking og reynsla af birtingamálum
\ Góð þekking og reynsla af markaðsgreiningum og úrvinnslu kannana
\ Góðir skipulagshæfileikar
\ Jákvæðni, gott skap og hæfni í mannlegum samskiptum

Hjá PIPAR\TBWA starfa 28 manns. Stofan er sú fyrsta á landinu sem hefur sérdeild samfélagsvefja, en þar starfa þegar fimm sérfræðingar. PIPAR\TBWA er hluti af TBWA sem er ein af framsæknustu samstarfskeðjum auglýsingastofa í heiminum. Þar starfa um 12.000 manns á 258 stofum í 77 löndum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um í gegnum Facebook síðu PIPARTBWA https://www.facebook.com/pipartbwa?sk=app_159907744128980