Birtingaráðgjafi
Hjálp! Okkur vantar birtingaráðgjafa.
Við þurfum að bæta við starfsmanni í birtingadeild. Um er að ræða starf birtingaráðgjafa sem starfar náið með birtingastjóra og viðskiptastjórum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í hópavinnu á líflegum vinnustað.
Helstu verkefni:
\ Gerð birtingaáætlana
\ Samskipti við fjölmiðla og viðskiptavini
Hæfniskröfur
\ Háskólamenntun á sviði félagsvísinda eða viðskiptafræði
\ Sérlega góð samskiptahæfni
\ Mjög góð tölfræðiþekking og kunnátta á Excel er skilyrði
\ Reynsla af birtingum er æskileg
\ Jákvæðni, gott skap og þjónustulipurð
Hjá PIPAR\TBWA starfa 30 manns. Stofan er sú fyrsta á landinu sem hefur sérdeild samfélagsvefja, en þar starfa þegar fimm sérfræðingar. PIPAR\TBWA er hluti af TBWA sem er ein af framsæknustu samstarfskeðjum auglýsingastofa í heiminum. Þar starfa um 12.000 manns á 258 stofum í 77 löndum.
PIPAR\TBWA \ Tryggvagötu 17 \ 101 Reykjavík \ Sími 510 9000 \ www.pipar-tbwa.is
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að fylla út umsóknarformið á Facebook-síðu stofunnar, http://on.fb.me/birtingaradgjafi fyrir 23. apríl nk. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.