Bakendaforritari@Vörður Tryggingar

Vörður tryggingar 13. Nov 2019 Fullt starf

Bakendaforritari @ Vörður Tryggingar

Vörður leitar að öflugum bakendaforritara í nýtt hugbúnaðarþróunarteymi innan Varðar. Markmið teymisins er að þróa leiðandi og nútímalegar hugbúnaðarlausnir í þeim tilgangi að hámarka notendaupplifun viðskiptavina og breyta upplifun viðskiptavina af samskiptum sínum við félagið. Til að ná þessu markmiði þurfum við áhugasaman og metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að skapa með okkur framtíðina.

Starfssvið:

  • Þróun á Serverless þjónustum í Azure
  • Þróun á forritunarskilum (APIs) í Dynamics NAV / Business Central
  • Samskipti við framendaforritara og NAV forritara
  • Þátttaka í þróunarteymum og samvinna við aðrar deildir innan Varðar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Drifkraftur og hæfni í teymis- og verkefnavinnu
  • Brennandi áhugi á hönnun og þróun forritunarskila
  • Reynsla af Dynamics Nav, .Net, Git, Azure
  • Reynsla af Jira, DevOps, React kostur
  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 hjá VR.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Benediktsson teymisstjóri í netfanginu bjarniben@vordur.is

Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins vordur.is

Umsóknarfrestur: 24.11.2019


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum á ráðningavef félagsins.