Bakendaforritari í veflausnum

Advania 10. Oct 2022 Fullt starf

Veflausnir

Hjá veflausnum Advania starfa í kringum 50 sérfræðingar og er því um að ræða eina af stærstu hugbúnaðardeildum landsins. Hópurinn hefur þróað ótal margar stórar sem smáar lausnir fyrir breiðan hóp ánægðra viðskiptavina. 

Við hjá veflausnum erum í stöðugri þróun, viljum alltaf gera betur og viljum eiga flottustu lausnirnar. Við leggjum áherslu á teymisvinnu og að allir fá tækifæri til að þróast í starfi. Við leitum að aðilum sem hafa þjónustulund, hugsa í lausnum og eru reiðubúnir að leggjast á árarnar með okkur.

Starfssvið

Um er að ræða fjölbreytt verkefni tengd veflausnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Meðal helstu verkefna eru nýsmíði og viðhald á umfangsmiklum vefkerfum og öppum, s.s. ytri vefir, innri vefir, vefverslanir, mínar síður og þjónustugáttir ásamt samþættingu við hin ýmsu ytri kerfi. Auk þess felur starfið í sér að veita ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini.

Hæfni

  • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og /eða reynsla af einhverju eftirfarandi kostur:
    • .NET C#
    • SQL (Microsoft SQL Server / PostgreSQL)
    • Vefþjónustuskilum eins og GraphQL, REST, SOAP, OData
    • Agile / Scrum

Annað

  • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
  • Teymisvinna
  • Frumkvæði og fagleg vinnubrögð

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 24. okt. 2022
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Hrefnu Arnardóttir deildarstjóra – hrefna.arnardottir@advania.is / 440 9000


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Kynntu þér nánar starfsemi Advania á https://advania.is/