Bakendaforritari í Microsoft Dynamics NAV 2016

Vörður tryggingar 7. Apr 2020 Fullt starf

Vörður leitar að öflugum hugbúnaðarhönnuði í teymi sem þróar fjárhags- og tryggingakerfi félagsins í Microsoft Dynamics NAV 2016. Teymið vinnur náið með verkefnastofu félagsins og öðrum hugbúnaðarteymum.

Starfssvið:

  • Þróun á fjárhags- og tryggingakerfi félagsins í Microsoft Dynamics NAV 2016 / Business Central
  • Þróun á forritunarskilum (APIs) í Dynamics NAV / Business Central
  • Samskipti við önnur hugbúnaðarþróunarteymi
  • Þátttaka í þróunarteymum og samvinna við aðrar deildir innan Varðar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Drifkraftur og hæfni í teymis- og verkefnavinnu
  • Reynsla af Dynamics NAV, Jira og .Net kostur
  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Tryggingar í Arion appið sem var samstarfsverkefni Varðar og Arion banka hlaut verðlaunin Tæknilausn ársins á Íslensku vefverðlaununum í mars s.l.

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 60 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 hjá VR.

Nánari upplýsingar um störfin veita Sverrir Scheving Thorsteinsson forstöðumaður upplýsingatæknideildar í netfanginu sverrir@vordur.is og Ólafur Róbert Ólafsson teymisstjóri í netfanginu olafur@vordur.is.

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á heimasíðu félagsins www.vordur.is

Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsóknarfrestur: 17.04.2020.


Sækja um starf