Bakendaforritari
Okkur vantar öflugan bakendaforritara í teymið!
Við leitum að hæfileikaríkum bakendaforritara sem brennur fyrir að skapa traustan og notendavænan hugbúnað. Við bjóðum upp á lifandi, skemmtilegan og fjölskylduvænan vinnustað. RÚV hefur innleitt fjarvinnustefnu og býður upp á sveigjanlegan vinnutíma og spennandi verkefni sem unnin eru í þéttu samstarfi við hagsmunaaðila. Leitað er að kraftmiklu fólki til að ganga til liðs við stækkandi teymi!
HUGBÚNAÐARÞRÓUN RÚV
Við erum framsækið teymi sem hefur frelsi til nýsköpunar og svigrúm til að prófa okkur áfram með nýja tækni. Við vinnum í Agile vinnuumhverfi og þróum meðal annars lausnir sem þúsundir landsmanna nota á degi hverjum. Það er gaman í vinnunni hjá okkur og við leitum að liðsauka til að vinna með okkur!
Í HVERJU FELST STARFIÐ
– Nýsmíði og þróun fjölbreyttra hugbúnaðarlausna á borð við þjónustur, vefi, öpp og fleira.
– Taka þátt í að móta, hanna og þróa lausnir og líkön.
Í HVERJU VINNUM VIÐ
– Python
– Node.js
– GraphQL
– CI/CD, Gitlab
– .NET, SQL
EIGINLEIKAR SEM VIÐ LEITUM AÐ
– B.Sc. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tengdu sviði eða sambærileg reynsla.
– Fagleg vinnubrögð, metnaður til að læra, samskiptahæfni og vilji til að miðla reynslu.
– Drifkraftur, sveigjanleiki og áhugi á að prófa nýja tækni.
– Reynsla eða þekking á Agile-hugmyndafræði og teymisvinnu.
– Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2022.
Nánari upplýsingar veitir Starkaður Örn Arnarson deildarstjóri hugbúnaðarþróunar, starkadur@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt hér. Valkvætt kynningarbréf og/eða GitHub-prófíll er kostur.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, uppruna, fötlun eða starfsgetu.