Bakendaforritari
Stokkur leitar að hæfileikaríkum bakendaforritara sem er að leita sér að skemmtilegu vinnuumhverfi og áskorunum.
Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni og að verkefnin eigi að vera skemmtileg og ögrandi. Starfsmenn okkar hafa tækifæri til að læra nýja hluti og taka fullan þátt í þróunarferli og ákvörðunum.
Stokkur notar Agile aðferðafræði við þróun allra lausna og leggur áherslu á teymisvinnu milli starfsmanna og með viðskiptavinum. Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir eiginleikar hjá starfsmönnum Stokks.
—————– English below —————–
Helstu verkefni og ábyrgð
– Búa til og viðhalda núverandi lausnum skrifuðum í Java og Kotlin
– Viðhalda og þróa áfram þróunarumhverfi (CI/CD)
– Gagnagrunnsstjórnun
– Rekstur á hýsingu, gagnagrunnum og vefsíðum
– Önnur verkefni í samráði við CEO
Menntunar- og hæfniskröfur
– B.Sc. í Tölvunarfræði eða samskonar menntun
– 2-5 ára þekking og reynsla í forritun og hugbúnaðarþróun
– Frumkvæði, áreiðanleiki og drifkraftur
– Góð enskukunnátta
Fríðindi í starfi
– Heilsustyrkur
– Sveigjanlegur vinnutími
– Samgöngustyrkur eða greitt bílastæði
– Góð vinnuaðstaða í hjarta Reykjavíkur
– Fjarvinna í boði
– Skemmtilegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
Stokkur’s tech stack
– Web: React, EmberJs, PHP
– iOS Apps: Swift, Objective-C, Flutter
– Android Apps: Java, Kotlin, Flutter
– Backends: Java, Kotlin, Spring Boot
– Databases: mySQL
– Hosting: Google Cloud, Kubernetes, Docker
English version
Stokkur is looking for a talented Backend Developer who is looking for a fun work environment and challenge!
We believe that it should be fun at work and that the projects should be fun and challenging. Our employees have the opportunity to learn new things and participate fully in the development process and decisions.
Stokkur uses the Agile methodology to develop all solutions and emphasizes teamwork between employees and customers. Initiative, professionalism and exellent communication skills are essential qualities of Stokkur’s employees.
What you will do
– Create new and maintain existing backends written in Java and Kotlin with Spring Boot
– CI/CD for our backends and other solutions
– Database management
– Help managing and hosting our backends, databases and websites
– Other projects in consultation with CEO & CTO
Qualifications
– B.Sc. in computer science or in equal field
– Minimum 2-5 year experience in software development
– Initiative, reliability and ambition
– Ability to speak and write professional english
We offer
– Diverse and challenging projects
– Fun and family-friendly work environment
– Talented colleagues
– Flexible work hours
– Good office space in the heart of Reykjavík
– Possibility to work remotely
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til 1. júlí - Áætlaður úrvinnslutími er 2 vikur - Öllum umsóknum er svarað