Bakendaforritari
Stefna hugbúnaðarhús leitar að öflugum senior level bakendaforritara til að slást í hóp öflugs teymi forritara. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf á sviði hugbúnaðarþróunar. Leitum að liðsmanni sem er lausnamiðaður, góður liðsmaður, með ríka þjónustulund og fljótur að tileinka sér nýja hluti. Starfsstöð getur verið hvort sem er á Akureyri eða í Kópavogi.
Stefna hugbúnaðarhús sérhæfir sig í stafrænan lausnum fyrirtækja, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Hjá Stefnu starfar teymi sérfræðinga í öllu sem viðkemur hugbúnaðargerð; greining, hönnun, vefun og forritun. Við erum sveigjanleg og útsjónarsöm, setjum okkur vel inn í þarfir viðskiptavina, finnum lausn sem hentar hverju sinni og höfum það að markmiði að uppfylla þarfir þeirra sem gera kröfur.
Viðskiptavinir Stefnu skipta hundruðum og er þar á meðal að finna nokkur af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Stefna er með skrifstofur bæði á Akureyri og í Kópavogi, og þar vinnur samhentur hópur sérfræðinga sem hefur áhuga á öllu sem kemur að hugbúnaði. Við viljum að okkar fólki líði vel í vinnunni og því skiptir það okkur máli að skapa faglegt og traust starfsumhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Þekking og reynsla nauðsynleg á SQL og Object Oriented forritunarmáli.
Þekking og reynsla æskileg í GIT, PHP, MySQL, ServerLess, AWS, lambda, phpstan, bitbucket pipelines,TypeScript, pulumi, linux, docker, OpenAPI, bash, puppet.
3+ ára starfsreynsla
Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði æskileg
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk. Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og verður öllum umsóknum svarað. Nánar upplýsingar eru gefnar í gegnum starf@stefna.is
Hægt er að sækja um hér: https://alfred.is/starf/bakendaforritari-17