Bakendaforritari
Viltu bætast í öflugan og skemmtilegan hóp starfsfólks hjá Hagstofu Íslands? Við erum að leita að reyndum bakendaforritara með víðtæka þekkingu á fjölbreyttu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni starfsins eru tengd bakendakerfum Hagstofunnar, sem eru skrifuð m.a. í Python og C#, og sinna viðhaldi og þróun á vefþjónustum Hagstofunnar. Starfið felst einnig í nýsmíði og samþættingu kerfa í samstarfi við vef- og gagnagrunnssérfræðinga stofnunarinnar ásamt því að auka skilvirkni kerfa með bestun á úrvinnslum þeirra.
Þar sem hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum þá býður starfið upp á mikla fjölbreytni.
Hæfniskröfur
-
Þekking og reynsla í Python eða C#
-
Þekking á RESTful API
-
Sjálfstæði og skipulagsfærni
-
Þjónustulund og góð samskiptahæfni
-
Þolinmæði og yfirvegun
-
Vilji til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir
-
Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun
-
Þekking á GitLab CI/CD er kostur
-
Þekking á Docker er kostur
-
Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is
Umsóknarfrestur er til og með 21.02.2022
Nánari upplýsingar veita
Auðunn Ragnarsson – audunn.ragnarsson@hagstofa.is – 528-1000
Emma Ásudóttir Árnadóttir – emma.a.arnadottir@hagstofa.is – 528-1000.
Sækja um starf
Sótt er um á starfatorg.is