Bakendaforritari

Júní 4. Jan 2022 Fullt starf

Við leitum að reyndum bakendaforritara fyrir stafræn verkefni morgundagsins

Júní er stafrænt þjónustufyrirtæki sem býður fyrirtækjum og stofnunum alhliða þjónustu í þróun stafrænna lausna. Þjónustuframboð Júní spannar allt ferlið við mótun stafrænna lausna þ.e. ráðgjöf, hönnun og forritun en markmiðið er alltaf að skapa framúrskarandi lausnir þar sem markmið viðskiptavinarins eru höfð að leiðarljósi.

Við viljum hafa áhrif á framtíðina með hönnun á lausnum sem að einfalda og gera líf fólks betra. Við erum lausnamiðað teymi og beitum skapandi og ígrundaðari hugsun til þess að takast á við verkefni morgundagsins.

Í hverju felst hlutverkið?

Starfið er fjölbreytt og felur í sér allt frá einföldum innleiðingum til flóknari fullbúinna bakendalausna með tilheyrandi skipulagningu og hönnun.
Starfið er unnið í nánu samstarfi við ráðgjafa, hönnuði, frammendaforritara og viðskiptavini og gefur því gríðarlegt svigrúm til að taka þátt í að leysa flókin og krefjandi verkefni í öflugum teymum.

Helstu kostir:

Ástríða fyrir metnaðarfullri teymisvinnu

Víðtæk reynsla og þekkingu á:

  • Typescript / Javascript

  • Vefþjónustum í Node.js (td. Express, NestJS)

Mikill kostur að hafa þekkingu af:

  • Docker

  • GraphQL

  • CI/CD build ferlum og sjálfvirkum prófunum

Áhugasamir sendi CV ásamt öðrum upplýsingum og/eða GitHub prófíl á job@juni.is
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi CV ásamt öðrum upplýsingum og/eða GitHub prófíl á job@juni.is Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.