AWS forritari
Andes leitar að AWS innviðaforritara með brennandi áhuga á AWS skýjatækni, DevOps og innviðaþróun.
Hjá Andes gengur þú í lið með öflugustu AWS sérfræðingum landsins sem hafa það að markmiði að veita hágæða tækniráðgjöf í nútíma skýjaumhverfi.
Starfið er fyrir fólk sem vill sérhæfa sig í AWS, DevOps og innviðaforritun.
Andes er fyrsta íslenska fyrirtækið sem hlýtur AWS Advanced Partner vottun Amazon og vinnur náið með sérfræðingum AWS um heim allan.
Andes mun styðja starfsmenn í að sækja sér vottun á borð við AWS Solutions Architect.
Verkefni:
– Umbætur á forritunarupplifun (DevEx) hugbúnaðarteyma
– Hönnun og forritun innviða í AWS með áherslu á öryggi, áreiðanleika, skölun, sveigjanleika og kostnað
– Ráðgjöf fyrir þróunarteymi um skýja-arkitektúr, skölun og öryggi
– Hönnun, útfærsla og innleiðing DevOps og CI/CD umhverfis
– Þáttaka í yfirfærsluverkefnum (migration) og nútímavæðingu upplýsingatækniinnviða í AWS
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Viðar Jóhannesson, (ari@andes.is)