Automation developer

Evolv 8. Jan 2024 Fullt starf

Við hjá Evolv leitum að starfskrafti sem er tilbúinn að ganga til liðs við okkar frábæra teymi sem hjálpar stærstu fyrirtækjum landsins að sjálfvirknivæða handvirka og tímafreka ferla. Starfið felst meðal annars í því að greina, smíða og innleiða hugbúnaðarlausnir sem nýtast viðskiptavinum Evolv í sinni sjálfvirknivegferð.

Evolv býður viðskiptavinum sínum upp á framúrskarandi þjónustu sem byggir á trausti, fagmennsku og skilningi á virði þeirra sjálfvirknilausna sem Evolv þróar í samvinnu við viðskiptavini.

Drífandi einstaklingar í leit að starfi sem býður upp á fjölbreytt verkefni, ábyrgð og tækifæri til að hafa áhrif á hverjum degi eru hvattir til að sækja um. Ef eftirfarandi á við um þig þá skaltu sækja um

  • Hef áhuga á því að fá innsýn inn í fjölbreyttan rekstur fyrirtækja á Íslandi
  • Vil fá tækifæri til þess að leysa vandamál frá upphafi til enda
  • Vil fá tækifæri til þess að taka ábyrgð og sýna frumkvæði af alvöru
  • Hef brennandi áhuga á að sjálfvirknivæða handvirka ferla og tek ekki “þetta hefur bara alltaf verið gert svona” sem gildri ástæðu fyrir því að gera eitthvað.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við fjölbreytta viðskiptavini Evolv
  • Ráðgjöf og þjónusta við að sjálfvirknivæða handvirka og tímafreka ferla.
  • Taka þátt í að þróa, útfæra, forrita og prófa sjálfvirkar lausnir
  • Aðstoð og þjónusta við viðskiptavini Evolv við innleiðingu á sjálfvirkum lausnum.
  • Vera hluti af framúrskarandi teymi Evolv og leggja þitt af mörkum við spennandi verkefni sem leggja áherslu á nána teymisvinnu.
  • Vera forvitinn í starfi, sífellt að leitast við að auka færni þína og þekkingu og fylgjast með þróun og tækninýjungum á þínu sviði
  • Finna bestu lausn við vandamálum ekki einungis auðveldustu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af UiPath eða öðrum RPA tólum er kostur.
  • Þekking á vefþjónustum og API samþættingum er kostur.
  • Góður bakgrunnur í forritun, til dæmis í Python og SQL.
  • Ánægja af því að vinna í hóp og löngun til að taka þátt í öflugri teymisvinnu.
  • Metnaður fyrir því að skila frá sér virði til viðskiptavina.
  • Frumkvæði og ábyrgð til þess að keyra verkefni af stað og fylgja þeim eftir.
  • Ánægja af því að leysa vandamál og finna bestu leiðina til þess.
  • Gagnrýnin hugsun og metnaður fyrir því að gera hlutina betur, ekki gera hlutina á einhvern ákveðinn hátt vegna þess að þeir hafa alltaf verið gerðir þannig.
  • Samskiptahæfni sem nýtast til þjónustu við viðskiptavini, sama hvort það sé til þess að greina tækifæri, innleiða lausnir eða veita notendaaðstoð.

Fríðindi í starfi

  • Tækifæri til að vaxa í starfi og vera partur af framúrskarandi teymi spennandi hugbúnaðarfyrirtækis í miklum vexti
  • Hádegismatur, drykkir o.fl. á skrifstofu
  • Íþróttastyrkur

Evolv er rúmlega þriggja ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað árið 2020. Evolv sérhæfir sig í sjálfvirkum lausnum og hefur vaxið hratt á stuttum tíma enda hefur eftirspurnin eftir sjálfvirknivæðingu og krafa um nýtingu á starfsfólki aukist mikið.

Við leggjum áherslu á að vera sífellt að bæta við okkur þekkingu og bæta vinnubrögðin okkar og styðjum við það með tækifærum til símenntunar. Það að þú sért að vinna í fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini Evolv sem starfa í ólíkum geirum gefur þér einnig stórt tækifæri til þess að auka þekkingu þína.

Hjá Evolv starfar í dag fjölbreyttur hópur með bakgrunn í t.d. Tölvunarfræði, verkfræði, stærðfræði


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Fylla inn umsókn á Alfreð:

https://alfred.is/starf/automation-developer-1