App séní
Ertu til í að hrista upp í hlutunum? Viltu bæta samfélagið með stafrænum lausnum? Við hjá Verna erum að leita að APP snilling til að hjálpa okkur við að þróa framúrskarandi hugbúnað.
Verna er sprotafyrirtæki á fjártækni markaði. Við stefnum hátt og ætlum að komast þangað með því að gera hlutina vel. Við vitum að til að það gangi þurfum og við að setja starfsfólkið okkar í fyrsta sætið.
Hjá okkur starfar hópur snillinga sem hefur það að markmiði að umbreyta tryggingamarkaðnum. Þessi frábæri hópur fagfólks tekur á vandamálum frá grunni og leysir þau á nýstárlegann hátt. Metnaðurinn og vinnugleðin er allsráðandi en við vinnum eftir hugmyndafræði Shape Up og tökum öll virkan þátt í stefnumótun Verna og hugbúnaðarins sem við þróum.
Við vinnum með tækni á borð við:
Flutter
.Net Core
React
Kubernetes
Við erum virkilega spennt fyrir góðum liðsauka og ef þú hefur reynslu af app þróun og áhuga á að þróa framúrskarandi app eins og Verna appið – viljum við heyra í þér!
Sækja um starf
Hendið línu á starf@verna.is með CV og við verðum í bandi.