Android hugbúnaðarsérfræðingur
Plain Vanilla leitar að hæfileikaríkum hugbúnaðarsérfræðingi til þess þróa nýjasta leik fyrirtækisins fyrir Android.
Hæfniskröfur:
Mikil reynsla af forritun í Java fyrir Android.
Yfirburðaþekking á muninum á hinum mismunandi tegundum af Android tækjum.
Reynsla og áhugi áf leikjaforritun, helst í OpenGL fyrir Android.
Góður skilningur á rauntímafjölspilun og samskiptum við vefþjónustur.
Reynsla á notkun git.
Plain Vanilla er ört vaxandi leikjafyrirtæki með starfstöðvar á Íslandi og í San Francisco.
Plain Vanilla var nýverið fjármagnað af bandarískum þróunarsjóðum á borð við Crunch Fund og Sequoia og stefnir á öran vöxt á alþjóða vettvangi.
Ef þú ert snillingur á Android og vilt taka þátt í miklu ævintýri þá endilega hafðu samband!
Umsóknir skal senda á thorsteinn@plainvanillagames.com