Alhliða forritari
Hvað viljum við í starfsmanni?
Að þú hafir ástríðu fyrir hugbúnaðarþróun,
• fyrir nýjungum í forritun og tækni almennt
• fyrir vel hönnuðum og villulausum kóða í ýmsum forritunarmálum
• fyrir því að vinna með viðskiptavinum við að þróa fallegan og skemmtilegan hugbúnað
Að þú sért forvitin(n) og metnaðarfull(ur)
• viljir læra af öðrum og hjálpa öðrum að læra af þér
• viljir vera stolt(ur) af því sem þú gerir
Að þú getir unnið í nánu samstarfi við aðra
• viljir vinna í litlum, agile teymum sem treysta á góða samvinnu til að ná árangri
• segir það sem þér finnst og hvað þú vilt
Hvað bjóðum við?
Ef þú vilt
• vinna með heimsklassa forriturum í flötu skipulagi þar sem hæfileikar eru teknir fram yfir titla
• hafa tíma í hverri viku til að gera það sem þig langar að gera (Google tími)
• fá bestu græjur sem völ er á og þú velur sjálf(ur)
• mikið frjálsræði varðandi með hverjum þú vinnur, hvenær þú mætir og hvenær þú ferð
• fá tækifæri til að læra það sem þér finnst skemmtilegast
Hafðu samband í gegnum starf@sprettur.is.