Aðstoðarkona (NPA)

Forréttindi ehf. 10. Apr 2022 Fullt starf

Ertu peppuð, sveigjanleg og opinhuga manneskja í atvinnuleit?

Þá er ég að leita að þér!

Ég er að leita að NPA aðstoðarkonu/m í fullt starf eða hlutastarf. NPA stendur fyrir notendastýrða persónulega aðstoð og byggir á hugmyndafræði baráttuhreyfinga fatlaðs fólks um sjálfstætt líf.

Ég er hreyfihömluð kona á fertugsaldri, búsett í Hafnarfirði. Ég er útivinnandi að hluta og fósturmóðir. Ég tek jafnframt þátt í réttindabaráttu ásamt því að verja miklum tíma með vinum og fjölskyldu.

Ég þarf aðstoð við flest allt sem fylgir því að vera manneskja og taka virkan þátt í samfélaginu. Ég þarf aðstoð við persónulegt hreinlæti, heimilisstörf, eldamennsku og við að komast á milli staða.

Starfsvettvangurinn er flæðandi og fjölbreyttur og getur verið á heimili okkar mæðgina, á vinnustað mínum, í matvöruverslun, í leikhúsi, úti í náttúrunni, á mótmælum, í Nexus þar sem sonur minn vildi helst búa, í erlendri stórborg og á öllum þeim stöðum sem lífið tekur mig.

Um vaktavinnu er að ræða og launagreiðslur eru samkvæmt kjarasamningi NPA aðstoðarfólks. Starfið er kjörið eitt og sér og meðfram námi eða öðrum verkefnum. Það getur til dæmis verið frábær reynsla og innsýn meðfram námi í félags-, mennta- og heilbrigðisvísindum.

Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf, tala íslensku eða ensku, vera sveigjanleg, tilbúið í góða samvinnu og opin fyrir nýrri reynslu. Einnig að vera reyk- og rafrettulaus og með hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 17. apríl og starf hefst eftir samkomulagi en þó sem fyrst.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og ferilskrá berist á freyja.haralds@outlook.com.