Vefvinnsla og markaðssetning
Skapalón vefstofa óskar eftir aðila með ástríðu fyrir markaðssetningu vefja, hefur brennandi áhuga á efnisvinnslu, framsetningu texta og myndefnis á vefnum og er internet megin í lífinu.
Þetta er starf viljum við glöð móta með þér.
Gott er að búa að:
• Reynslu af markaðssetningu á netinu
• Reynslu af notkun vefumsjónarkerfa
• Gott vald á rituðu máli íslensku og ensku
• Þekkingu á Google AdWords og Google Analytics
• Skilning á leitarvélabestun
• Reynslu af notkun samfélagsmiðla
• Brennandi áhuga á markaðsmálum
Við bjóðum
• Gott starfsumhverfi
• Hæfileikaríkt samstarfsfólk
• Sjálfstæði
• Hvetjandi starfsumhverfi
• Frábæra viðskiptavini
• Tækifæri til að skara framúr
Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á sos@skapalon.is Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2013. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.