🌿 Framendaforritari (möguleiki að vinna frá Kaupmannahöfn)

Igloo / Leiguskjól 4. Dec 2023 Fullt starf

Ef þú hefur ástríðu fyrir þróun hugbúnaðar og möguleikinn á að taka þátt í að breyta fasteignamarkaðnum heillar þig þá viljum við tala við þig.

Við erum að leita að hugbúnaðarsérfræðingi með þekkingu til að smíða framúrskarandi framendahugbúnað fyrir notendur Igloo hér á landi sem og erlendis.

Igloo er fjártæknifyrirtæki sem heyrir undir Leiguskjól ehf. sem er dótturfélag Arion banka og starfar á sviði leigumarkaðslausna sem lúta bæði að fjármálum, leiguvef, samningalausnum, leiguumsjónakerfi ofl.

Við leitum að einstaklingi í starf framendaforritara sem mun taka þátt í hönnun, þróun og viðhaldi á notendaviðmóti veflausna Igloo.

Viðkomandi mun koma til með sjá um uppsetningu viðmóts á vef og samþætta virkni við vefþjónustur (API).

Viðkomandi mun koma til með að vinna í veflægu JavaScript umhverfi (Vue.js) en þótt starfið sem hér um ræðir snúi ekki að appþróun heldur vef, þá má nefna að Igloo heldur einnig úti appi sem skrifað er í React native.

  • Reynsla af Vue.js/Nuxt (React kostur).
  • Reynsla af Sass og öðrum CSS “extension languages”
  • Reynsla af Webpack (ekki nauðsynlegt)
  • Hæfni til vinna með REST/JSON API
  • Hæfni til að skrifa skilvirkan (high-performance), endurnýtanlegan kóða fyrir viðmót (UI component)
  • Git og vinna með útgáfustýringu (við notum GitHub)
  • AWS þekking kostur en ekki skilyrði (allur infrastrúktúr er í AWS skýinu)

Um er að ræða fullt starf á skrifstofu félagins í Reykjavík (Gróska í Vatnsmýri) en möguleiki er á aðstöðu í Kaupmannahöfn ef viðkomandi er staðsettur þar.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 17. desember 2023.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir berist á netfangið vignir@leiguskjol.is en einnig er hægt að hringja í síma 8692388 og spjalla.