„#!/bin/bash curl http://gq.is/unix | awk ‘{print $1}’“
Viltu taka þátt í að skapa nýjan iðnað á Íslandi?
GreenQloud leitar að öflugum einstaklingum til að gangast til liðs við rekstrarteymi sitt. Reksturinn felur í sér umsjón með klasa af Linux netþjónum, netkerfum og -þjónustum og áframþróun á rekstrarumhverfi.
Grunnkröfur:
- Starfsreynsla í kerfisstjórn
- Reynsla af rekstri Linux kerfa
- Reynsla af rekstri IP netkerfa
- Reynsla af skeljarskriftu forritun
Æskilegt:
- Reynslu af rekstri sýndarvéla
- Reynslu af rekstri netkerfa, eldveggja og beina
- Reynslu af rekstri gagnagrunnskerfa líkt og MySQL
- Þekkingu á KVM sýndarvélatækni
Í boði fyrir rétta einstaklinginn:
- Skemmtilegt, skapandi og krefjandi starfsumhverfi
- Samkeppnishæf laun
- Sveigjanlegur vinnutími
GreenQloud er fyrsta íslenska tölvuskýið og fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims. Fyrirtækið er ríflega tveggja ára gamalt, í hröðum vexti og hefur hlotið styrki frá Rannís og fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífins m.a.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til 30. mars en farið verður yfir umsóknir þegar þær berast.
Senda skal umsóknir ásamt CV á gisli@greenqloud.com með subject: "#!/bin/bash curl http://gq.is/unix | awk '{print $1}'"