Verkefnisstjóri samfélagsmiðla Inspired by Iceland

Íslandsstofa 9. Dec 2016 Fullt starf

Íslandsstofa leitar að einstaklingi með þekkingu og reynslu af stjórn samfélagsmiðlaverkefna til að sjá um samfélagsmiðla Inspired by Iceland. Starfið er á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina.

Ábyrgð og helstu verkefni

  • Umsjón og rekstur samfélagsmiðla Inspired by Iceland
  • Gerð efnis fyrir samfélagsmiðla og vefsíður
  • Greining, áætlanagerð og árangursmælingar
  • Samskipti og samningagerð við verktaka

Kröfur um menntun og hæfni

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfinu
  • Þekking á notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu
  • Reynsla af verkefnisstjórnun
  • Góð þekking á landi og þjóð
  • Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði
  • Önnur tungumálakunnátta kostur
  • Menningarlæsi, sjálfstæði, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi

Hlutverk Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Umsóknarfrestur er til 19.12.16.

Upplýsingar veitir sveinnbirkir@islandsstofa.is


Sækja um starf