Verkefnastjóri í nýjum miðlum

Ratsjá og J&L 13. May 2014 Fullt starf

Ratsjá, birtingahús J&L, leitar að verkefnastjóra með sérstaka áherslu á notkun nýrra miðla. Stöðugt bætist í flóru samfélagsmiðla og annarra netmiðla sem allir hafa sín sérkenni og kalla á mismunandi aðferðir til að ná árangri. Á sama tíma eru hefðbundnir fjölmiðlar ennþá til staðar, sumir sterkari en nokkru sinni fyrr en aðrir í hnignun.

Til að vinna í þessu síbreytilega umhverfi þarf innsýn í hvernig fólk notar alla miðla, góða dómgreind og vilja til að læra nýja hluti.

Þar kemur þú til sögunnar!

Starfið felur í sér stefnumótun og framkvæmd herferða í öllum miðlum. Þú vinnur í nánu samstarfi við viðskiptastjóra, hugmyndafólk, hönnuði og viðskiptavini okkar.

Í daglegu starfi munt þú taka þátt í stefnumótun, skipuleggja og reka samfélagsmiðla, gera birtingaáætlanir, eiga samskipti við og semja við fjölmiðla, vinna með tölfræði frá Google, Facebook, úr fjölmiðlarannsóknum og víðar sem og fara yfir reikninga og finna leiðir til að nýta fjármuni á sem bestan hátt.

Við gerum okkur grein fyrir að þú kannt þetta líklega ekki allt á fyrsta degi en ef þú stendur undir þeim hæfniskröfum sem við gerum og ert tilbúin/n að læra, þá er það ekki vandamál.

Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Góð tölfræðikunnátta
Þekking og reynsla af samfélagsmiðlum
Reynsla af þjónustu við viðskiptavini er kostur
Reynsla af vinnu við fjölmiðla og textafærni koma að gagni
Framúrskarandi samskiptafærni, sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni og skipulagshæfni

Hjá Jónsson & Le’macks og Ratsjá er unnið eftir jafnréttisáætlun sem tryggir öllum jöfn tækifæri og laun eftir vinnuframlagi.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þú hefur einhverjar spurningar, sendu þær þá á umsoknir@jl.is.

Ef þú vilt sækja um, sendu okkur þá CV og annað sem þú telur skipta máli á umsoknir@jl.is fyrir 20. maí 2014.