Veraldarvanur vefforritari

WOW air 23. Aug 2014 Fullt starf

Ertu með puttann á púlsi vefheimsins?

Hefurðu gaman að því að grúska í málum eins og Javascript, Ruby eða Python? Deilirðu við fólk um hvort Angular, Ember.js eða nýjasta MVWhatever frameworkið sé betra? Vinnurðu deilurnar? Eða var skorið úr um þær í Fußball? Ertu með háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða býrðu yfir fullt af reynslu í vefforritun? Þá erum við að leita að þér!

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

•Þróun og viðhald á vefkerfum WOW air, hvort sem um ræðir nýsmíði eða breytingar á innri- eða ytri kerfum
•Þróun á „next generation“ veflausnum í flugbransanum frá grunni sem og þróun á lausnum fyrir vefumsjónarkerfi WOW air
•Framsetning gagna í veflægu umhverfi og þróun lausna til miðlunar á þeim til ýmissa kerfa

Menntun, kunnátta og reynsla sem starfið krefst:
•BSc gráða í tölvunar- eða verkfræði og hellingur af reynslu í vefforitun
•Skort á reynslu má bæta upp með gríðarlegri ástríðu á veftækni og vefþróun
•Þekking á algengustu vefkerfum og opnum hugbúnaði sem notaður er við þróun veflausna
•Víðtæk reynsla af vefforritun og þekking á Javascript, Ruby eða Python sem og Angular, Ember.js eða MVC frameworki að eigin vali
•Sjálfstæði í starfi og brennandi áhugi og vilji til að læra nýja hluti


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlega sendið umsóknir á starf@wow.is með ferilskrá og kynningarbréfi merkt starfinu fyrir lok dags þann 3. september 2014.