Sérfræðingur í greiðslumiðlun á upplýsingatæknisviði

Íslandsbanki 1. Nov 2014 Fullt starf

Íslandsbanki leitar að öflugum aðila til starfa í verkefnum tengdum greiðslumiðlun á upplýsingatæknisviði. Einstaklingi sem hefur metnað í starfi, hefur frumkvæði og gæðahugsun að leiðarljósi og hefur brennandi áhuga á að starfa með öflugum og skemmtilegum hópi að krefjandi verkefnum, ásamt því að eiga gott með að vinna sjálfstætt.

Við leitum að einstaklingi inn í teymi sérfræðinga sem eru m.a. ábyrg fyrir lausnum á sviði innlendrar og erlendrar greiðslumiðlunar. Teymið starfar eftir Scrum aðferðafræði við hugbúnaðarþróun og leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð, gæði, notagildi og samnýtingu hugbúnaðar.

Viðkomandi þarf að vera með mikla þekkingu og reynslu við greiðslumiðlun og reynsla í hugbúnaðarþróun er kostur.

Helstu verkefni:
• Aðkoma að öllum þáttum hugbúnaðarþróunar. Greiningu, hönnun, þróun og innleiðingu
• Virk þátttaka í Scrum fræðum og viðburðum með teyminu
• Verkefnatengd þjónusta og ráðgjöfvið önnur teymi hugbúnaðarlausna, samstarfsmenn og viðskiptavini

Þekking og reynsla:
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
• Mjög góð þekking á innlendri og erlendri greiðslumiðlun
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Þekking og reynsla af Agile aðferðafræðinni
• Forritunarkunnátta er kostur


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Rósa María Ásgeirsdóttir,rosa.asgeirsdottir@islandsbanki.is, sími 844 4371. Tengiliður á Mannauðssviði er Ásta Sigríður Skúladóttir, asta.sigridur.skuladottir@islandsbanki.is, sími 440-4186. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu