Öryggisstjóri

Hagstofa Íslands 29. Jan 2015 Fullt starf

Hagstofa Íslands leitar eftir öryggisstjóra til starfa. Öryggisstjóri ber ábyrgð á innleiðingu, viðhaldi og þróun öryggismála hjá stofnuninni. Um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar.
Helstu verkefni

• Ábyrgð á framkvæmd stefnu Hagstofu Íslands um öryggi upplýsinga
• Vinna að ISO 27001 vottun
• Þátttaka í gæða- og öryggisráði Hagstofu Íslands
• Umsjón með þjálfun og fræðslu til starfsmanna um upplýsingaöryggi

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun öryggismála
• Þekking á ISO 27001 er nauðsynleg
• Reynsla gæðastarfi er kostur
• Starfsreynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti
• Frumkvæði til aðgerða og drifkraftur

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 9. 2. 2015. Umsóknir skulu sendar á eftirfarandi póstfang: Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 9. 2. 2015. Umsóknir skulu sendar á eftirfarandi póstfang: Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.