Kerfisstjóri

Mobilitus 5. Mar 2012 Fullt starf

Mobilitus leitar kerfisstjóra sem hefur brennandi áhuga á að sjá um rekstur á kerfi sem milljónir manna nota reglulega ásamt því að halda þróunar- og stoðkerfum gangandi með tyggjói, plástrum og spottum eftir því sem við á.

Umhverfið er Linux (CentOS) og OS-X, starfsfólk og samstarfsaðilar eru út um allan heim, fyrirtækjamálið er enska og þú þarft að geta tjáð þig skammlaust í rituðu og töluðu máli.

Þú þarf að uppfylla sem flest eftirtalinna atriða:

Búa yfir sjálfstæði og nákvæmni.
Hafa reynslu af umsjón með Linux vélum.
Reynsla af jBoss er kostur.
Reynsla af mySQL er nauðsynleg.
Reynsla af Apache bauki, HAProxy, SSL utanumhaldi og tjúning er eiginlega nauðsynleg.

Til viðbótar rekum við continuous build kerfi, source control kerfi, bug tracking kerfi og ýmislegt annað dót sem þarf að halda utan um, afrita og tjónka við reglulega. SIP símkerfi líka.

Þú þarft að vera til í að tileinka þér þá viðbótarþekkingu sem þarf til að reka kerfi sem þjónustar milljónir notenda á hverjum degi og er með hámarkskröfur um uppitíma.

Þú þarft að hafa vit til að geta skoðað og myndað þér skoðun á noSQL, cloud computing og alls kyns nýmóðins dóti í rekstrarumhverfi tölvukerfa á hverjum tíma og geta sagt til um hvort það sé vitrænt til notkunar í kerfi sem þjónustar milljónir notenda, er með hámarkskröfur um uppitíma og þar sem rekstrarkostnaður hefur bein áhrif á arðsemi.

Þú þarft líka að hafa áhuga á notkun á hugbúnaði á farsímum og spjaldtölvum – og þarft að geta keyrt SSH client á símanum þínum.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu CV / umsókn / póst til vinna@mobilitus.com fyrir 15. mars 2012.